Lífríki hafsins á næstu öld (video; in Icelandic)

Ný rannsókn á vegum sjávarrannsóknarsetursins í Kiel í Þýskalandi varpar ljósi á hvernig ástandið verður í hafinu á norðurhveli jarðar í byrjun næstu aldar. Lífverum gengur misvel að aðlaga sig að súrara umhverfi.

Sífellt koma fram fleiri sannanir fyrir þeim áhrifum sem súrnun sjávar hefur á sjávarlífverur og vistkerfi í sjónum. Áhrif súrnunar á efnasamsetningu sjávar og einstakar lífverur hafa verið rannsökuð mikið. Hingað til hefur þó skort rannsóknir þar sem horft er á heildarmyndina, vistkerfi og fæðukeðjur. Þá er einnig lítið vitað um aðlögunarhæfni lífvera. Nú er farið af stað margþætt rannsóknarverkefni, BIOACID http://www.bioacid.de/ , sem á að varpa ljósi á hvernig þættir á borð við súrnun, súrefnisskort og hlýnun spila saman og hvaða áhrif þeir munu hafa á hafið og lífríki þess til langs tíma. Sextíu og níu rannsakendur frá tólf rannsóknarstofnunum í Evrópu taka þátt í rannsóknarverkefninu. Það er styrkt af þýska ríkinu og stjórnað af GEOMAR sjávarrannsóknasetrinu í Kiel.

Hluti rannsóknarinnar fór fram í Gullmarfirði í vestur Svíþjóð. Rannsakendurnir bjuggu til 10 vistkerfi, einskonar ramma eða belgi sem eru eins og minni útgáfur af raunverulegu hafi og vistkerfi þess. Hver belgur tók 55 þúsund lítra. Í fjórum af þessum tíu belgjum var hafið auðgað með koltvísýringi þar til það hafði náð sama sýrustigi og talið er að verði í hafinu á norðurhveli jarðar árið tvöþúsund og eitthundrað. Vísindamennirnir könnuðu svo hvaða áhrif súrnunin hafði á svifþörunga og síldareggjum var bætt í geymana til að kanna áhrif súrnunar á klak og lirfuþróun. Þá voru gerðar hliðartilraunir þar sem hitastig í nokkrum belgjanna var hækkað og kannað hver samanlögð áhrif hlýnunar og súrnunar yrðu.

RUV, 7 August 2013. Article and video.


  • Reset

Subscribe

OA-ICC Highlights


%d bloggers like this: